Lífið

Sjarmerandi hönnunarheimili með út­sýni til sjávar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin hefur verið innréttuð á minimalískan og sjarmerandi máta.
Eignin hefur verið innréttuð á minimalískan og sjarmerandi máta. Pálsson

Við Ásbúðartröð í Hafnarfirði má finna glæsilega endurnýjaða sérhæð á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni til sjávar. Um er að ræða 168 fermetra eign í fjölbýlishúsi frá árinu 1954.

Eignin skipist í fortofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpsrými, stofuog eldhús. Rýmin eru afar björt og rúmgóð með fallegu viðarparketi á gólfi. Útgengt er úr hjónaherbergi á svalir sem snúa í suður.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð en gluggar, loftlistar og tekkviður gefur heildarmyndinni sjarmerandi yfirbragð og viðheldur gamla tíðaranda hússins. Ásett verð fyrir eignina er 98,9 milljónir.

Pálsson
Pálsson

Eldhúsið er bjart og rúmgott með ljósri innréttingu með gylltum höldum og granítplötu á borðum. 

Fallegar hönnunarmunir leynast víða um íbúðina. Þar má nefna loftljósið yfir eldhúsborðinu, Drop chandelier frá Norr 11, Flos 265 veggljósið í sjónvarpsherberginu, hannað af Paolo Rizzatto og Flowerpot borðlampann í stofunni, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Gluggarnir í stofunni eru fallegar og öðruvísi en sést í dag.Pálsson
Opið er á milli sjónvarpsrýmis og stofu.Pálsson
Á baðhergberginu eru fallegar Subway flísar, klassískt og flott.Pálsson
Notalegt að vera með teppi á stiganum.Pálsson
Hjónaherbergið er bjart og notalegt.Pálsson
Barnaherbergin eru líkt og klippt úr hönnunartímariti.Pálsson
Hér er allt í röð og reglu.Pálsson
Tekk skápurinn er smart og gefur rýminu hlýleika.Pálsson
Glugginn í forstofunni er einstaklega sjarmerandi.Pálsson
Húsið er staðsett á eftirsóttum stað í Hafnarfirði.Pálsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×