Innlent

Veru­leg hlýindi og rigning í kortunum

Jakob Bjarnar skrifar
Ferðamenn og auðvitað aðrir landsmenn, mega búast við verulegri rigningu og roki á laugardaginn, það er í Reykjavík. Á Akureyri verður stilltara á laugardag en 14 stiga hiti.
Ferðamenn og auðvitað aðrir landsmenn, mega búast við verulegri rigningu og roki á laugardaginn, það er í Reykjavík. Á Akureyri verður stilltara á laugardag en 14 stiga hiti. vísir/vilhelm

Gert er ráð fyrir verulegum hlýindum í lok vikunnar.

„Já, það stefnir til okkar hlýtt loft í lok vikunnar. Það er greinilegt eftir spánni og svo er að sjá hvort það hittir á okkur eða fer framhjá,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Einar er íhaldssamur og vill ekki fara fjálglega með hugtök. Blaðamanni tókst því ekki að fá hann til að spá fyrir um asahláku en næstum því. Búist er við verulega hlýnandi veðri og talsverðum blota.

Spákort Veðurstofunnar fyrir laugardag á hádegi.

Samkvæmt spákortunum er gert ráð fyrir talsvert miklum hlýindum þegar líður á vikuna og á föstudaginn er gert ráð fyrir fimm stiga hita og einhverri rigningu. Það bætir í blotann því á laugardag verður komin, samkvæmt kortum veðurstofunnar, ausandi rigningu og 9 stiga hita í Reykjavík. Á Akureyri er gert ráð fyrir 14 stiga hita en þar verður stilltara meðan rok og rigning verður á sunnan og austanverðu landinu.

Hvort þetta verður svikavor eins og í fyrra, þegar gróður vaknaði, svo fraus í allt og það voraði seint og illa … það verður bara að koma í ljós.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×