Innlent

Látinn eftir um­ferðar­slys á Reykja­nes­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn hét Eiríkur Örn Jónsson. 
Maðurinn hét Eiríkur Örn Jónsson. 

Karlmaður er látinn eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við álverið í Straumsvík, þriðjudaginn 30. janúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 18.58. Þar rákust saman fólksbíll og vöruflutningabíll, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Maðurinn var annar ökumannanna.

Hinn látni hét Eiríkur Örn Jónsson og lætur hann eftir sig unnustu og fjögur börn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×