Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 17:01 NFL áhugakona stillir sér upp á milli mynda af leikstjórnendunum, Patrick Mahomes og Brock Purdy. Getty/Candice Ward Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira
Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira