Lífið samstarf

„Ég elska að hreyfa mig en liðirnir voru byrjaðir að kvarta að­eins‘‘

Artasan
Silja Úlfarsdóttir íslandsmeistari í hlaupum hefur tekið inn Nutrilenk með frábærum árangri.
Silja Úlfarsdóttir íslandsmeistari í hlaupum hefur tekið inn Nutrilenk með frábærum árangri.

Silja Úlfarsdóttir margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum hefur tekið inn Nutrilenk Gold með stórgóðum árangri og mælir heilshugar með fyrir öll þau sem vilja bætta liðheilsu.

Liðirnir í líkama okkar gegna grundvallar hlutverki í ýmsum hreyfingum sem við framkvæmum í daglegu amstri. Liðirnir leyfa ýmist beinum og brjóski að hreyfa sig og er því afar mikilvægt að huga vel að þeim.

 Mörg okkar finna til í liðum líkamans ýmist vegna álags, áreynslu í kringum æfingar eða almennt í daglegu lífi. Erfitt getur reynst að kljást við eymsli sem slík sem tengjast liðum en miklu máli skiptir þó að huga vel að líkama okkar og vellíðan. Við hreyfingu og álag á vöðvana styrkjum við beinin sem verndar liði og liðamót og er því mikilvægt að huga að daglegri hreyfingu. Ásamt því getur verið góður kostur að innbyrða sérhönnuð öflug bætiefni sem hafa jákvæð áhrif á liðina.

Margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum

Silja Úlfarsdóttir er þekkt fyrir einstakan árangur sinn í hlaupum í gegnum tíðina. Silja hefur slegið hvorki meira né minna enn 38 Íslandsmet í hlaupum og eru fimm þeirra enn í gildi daginn í dag. Eftir að Silja hætti sjálf að keppa fór hún að aðstoða unga og efnilega hlaupara ásamt atvinnumenn við að efla og bæta árangur sinn í íþróttagreininni og hefur hún gert það síðan árið 2016. 

Í gegnum tíðina hefur Silja verið að taka inn Nutrilenk með frábærum árangri og lýsir reynslu sinni á liðbætiefninu vel ásamt því að hún mælir með því fyrir sitt afreksfólk. 

„Ég elska að hreyfa mig en liðirnir mínir voru byrjaðir að kvarta aðeins. Það er alger snilld að eiga Nutrilenk Gold upp í erminni til þess að koma mér ferskri út að hlaupa og leika en liðirnir mínir eru ansi fljótir að kvarta þegar ég gleymi að taka inn minn skammt af Nutrilenk, svo ég vil alltaf passa að taka það inn samviskusamlega‘‘ segir Silja Úlfarsdóttir.

Nutrilenk er eitt mest selda liðbætiefni á Íslandi

Nutrilenk liðbætiefnin hafa hjálpað fjölmörgum einstaklingum sem þjáðst hafa við hvers konar stirðleika og eymsli í liðum. Nutrilenk hefur verið eitt mest selda liðbætiefni hér á landi til lengri tíma og ekki er það af ástæðulausu, en sífellt fjölgar í hópi þeirra sem notast við bætiefnið dags daglega. 

Nutrilenk Gold er sérvalin blanda bætiefna sem hefur það að markmiði að hafa góð áhrif á liðina. Nutrilenk Gold er unnið úr sérvöldum fiskbeinum, aðallega úr hákörlum sem eru rík af virku, nýtanlegu og uppbyggilegu kondrótíni, kollageni og kalki sem er m.a. nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina. Nutrilenk Gold inniheldur að auki C vítamín sem hvetur eðlilega myndun kollagens sem er nauðsynlegt til að viðhalda brjóski ásamt D- vítamín og mangan sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og myndun bandvefja.

Liðbætiefni sem hjálpa þér að komast lengra

Nutrilenk línan inniheldur þrjár vörur, Nutrilenk Gold, Active og Gel en allar hafa þessar vörur það að markmiði að draga úr stirðleika og eymslum í liðum. Nutrilenk Active inniheldur hýalúronsýru og virkar sem smurning á stirða liði og er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. 

Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót. Nutrilenk Gel virkar kælandi og hentar bæði á auma liði og vöðva. Nota má gelið bæði fyrir og/eða eftir hreyfingu en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engifer þykkni sem hafa verið notuð í aldanna raðir við ýmsum kvillum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×