Sport

Dag­skráin í dag: Totten­ham tekur á móti Man City, Körfu­bolta­kvöld og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City sækir Tottenham Hotspur heim í kvöld.
Manchester City sækir Tottenham Hotspur heim í kvöld. Vísir/Getty

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum líka fína föstudegi.

Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, sú elsta og virtasta, er í fullum gangi sem og það verður boðið upp á golf, pílukast, Subway-deild karla í körfubolta, Körfuboltakvöld og NHL-deildina í íshokkí.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla á dagskrá. Að leiknum loknum, klukkan 21.20, er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.50 er stórleikur Tottenham Hotspur og Manchester City á dagskrá. Um er að ræða leik í ensku bikarkeppninni, FA Cup, í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 er leikur Chelsea og Aston Villa í FA Cup á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er LPGA Drive On Championship-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.00 er þátturinn FA Cup Super Friday á dagskrá en þar verður hitað upp fyrir leiki kvöldsins í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Vodafone Sport

Klukkan 18.00 er Dutch Dart Masters-mótið í pílukasti á dagskrá.

Klukkan 00.05 er leikur Pittsburgh Penguins og Florida Panthers í NHL-deildinni á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×