Sport

Gríðar­leg stemming fyrir leiknum í troð­fullum Mini­garðinum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ómar var jákvæður þótt gengið hefði verið vont í síðasta leik liðsins.
Ómar var jákvæður þótt gengið hefði verið vont í síðasta leik liðsins.

Stemmingin í Minigarðinum fyrir leik íslenska handboltalandsliðsins gegn Þýskalandi var gríðarlega góð og staðurinn troðfullur. Blóðheitur stuðningsmaður er vongóður og spáir jafntefli.

Fréttastofa tók púlsinn á stuðningsmönnum í Minigarðinum og ræddi við Ómar Frey Sævarsson sem var jákvæður fyrir leiknum. Vilhelm Einarsson, framkvæmdastjóri Minigarðsins, segir staðinn hafa verið troðfullan á öllum leikjum liðsins.

Eigum við séns í þetta?

„Við eigum alltaf séns. Málið er að Svíarnir gerðu þetta fyrir ekkert svo löngu og þá fóru þeir með núll stig upp. Af hverju ættum við ekki að gera þetta? Við erum með rosabreidd og rosastyrk. Hefur ekki gengið vel en ég segi að við séum á leiðinni upp. Trúi ekki öðru,“ sagði Ómar Freyr vongóður.

Hvernig finnst þér orðræða

„Við erum fljót að fara á vagninn að hengja alla. Við erum rosaleg góð í því en ég er jákvæður og lifi í lausnunum. Trúiði mér, við erum að fara að ná í stig,“ sagði hann.

Hvernig fer leikurinn?

„Þetta verður mjög jafnt. Þetta fer svolítið eftir byrjuninni og ég ætla að segja 33 - 31 okkur í vil að sjálfsögðu,“ sagði Ómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×