Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. janúar 2024 21:02 Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegum nýárstónleikum í Hörpu í kvöld og er Valdimar Guðmundsson meðal söngvara sem stíga á svið. Stöð 2 Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á tónleikunum verða tveir gestasöngvarar, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir. Fréttamaður fréttastofu mætti á staðinn og ræddi við tónlistarmennina Sigurð Flosason og Valdimar um tónleikana. Hvað verður um að vera hérna í kvöld? „Þetta eru okkar árvissu nýárstónleikar, áramótatónleikar þar sem við hyllum sveifluöldina, sirka 1930 til 1950. Við leikum okkur að því að spila upprunalegar útsetningar, nýtt prógram á hverju ári og mismunandi en frábærir söngvarar hjá okkur í hvert sinn. Þannig þetta er alltaf rosalegur hátíðisdagur,“ sagði Sigurður Flosason. Talandi um söngvara, Valdimar. Þú verður hérna í kvöld að syngja. Þú ert ekki þekktastur fyrir svona tónlist. Hver er þín tenging inn í þessa senu? „Ég lærði nú á básúnu í mörg ár og spilaði í skólastórsveitum frá því ég var þrettán-fjórtán ára gamall þannig þetta er nú smá í blóðinu manns, þessi músík. Það er gaman að fá að syngja þetta með þessari frábæru hljómsveit,“ sagði Valdimar áður en hljómsveitin gaf áhorfendum smá tóndæmi.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira