Sport

Mest lesið í sportinu: Jarð­skjálftar, leik­þættir og djöflabarn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Björgvin Páll var töluvert í sviðsljósinu, sem og Gylfi Þór Sigurðsson. Viðtal við Dag Sigurðsson vakti athygli og mál meints eltihrellis, Orlu Sloan. Birkir Bjarnason og kona hans Sophie Gordon flúðu þá jarðskjálfta í Tyrklandi.
Björgvin Páll var töluvert í sviðsljósinu, sem og Gylfi Þór Sigurðsson. Viðtal við Dag Sigurðsson vakti athygli og mál meints eltihrellis, Orlu Sloan. Birkir Bjarnason og kona hans Sophie Gordon flúðu þá jarðskjálfta í Tyrklandi. Vísir

Fjölbreytt efni var á meðal þess mest lesna í Sportinu á Vísi á árinu. Björgvin Páll Gústavsson var áberandi á fleira en einu sviði og þá var stórmót ársins í handbolta áberandi.

Ísland lenti í tólfta sæti á HM í handbolta í janúar síðastliðnum og þótti árangurinn slíkur að tími væri kominn á breytingar í þjálfaramálum. Misjafnar sögur voru af því hvað orsakaði brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar eftir mót.

Furðuleg samskipti landsliðsmannana Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar í gegnum fjölmiðla vöktu athygli.

Björgvin Páll greip einnig fyrirsagnirnar í kringum Símamótið í fótbolta hvar dóttir hans var á meðal keppenda.

Þá vakti athygli þegar hönd hans fór illa í leik með Val.

Þegar komið var að ráðningu nýs þjálfara vöktu ummæli Dags Sigurðssonar um ráðningaferli HSÍ mikla athygli.

Það var ekki eini svokallaði leikþáttur ársins, en yfirlýsing Guðmundar Benediktssonar um Arnar Þór Viðarsson, þáverandi landsliðsþjálfara, fór víða.

Gylfi Þór Sigurðsson og hans mál vöktu einnig athygli á árinu sem er að líða.

Liðsfélagi Gylfa í fótboltalandsliðinu, Birkir Bjarnason, flutti frá Tyrklandi ásamt kærustu sinni Sophie Gordon, eftir jarðskjálfta upp á 7,8 í febrúar.

Ótrúlegt úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals var á meðal stærri íþróttaviðburða ársins.

Þá vakti meintur eltihrellir Masons Mount athygli og dómsmálið sem því fylgdi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×