Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 17:26 Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem hann fékk send frá liðsfélaga sínum í landsliðinu, Björgvini Pál Gústavssyni. Vísir/Vilhelm Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC. Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sjá meira
Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, greindi frá því á dögunum að hann hafi fengið send „niðrandi skilaboð“ frá leikmanni Vals í aðdraganda leiks liðanna. Björgvin Páll greindi svo frá því síðar sama dag að það hafi verið hann sem sendi skilaboðin. Hann segist hafa sent þau því hann vildi að Donni setti heilsuna í fyrsta sæti. Kristján hefur nú birt skilaboðin sem hann fékk send frá landsliðsmarkverðinum, en þar segir Björgvin meðal annars að það að Kristján hafi sagst glíma við kulnun í starfi sé vanvirðing við alla þá sem hafa lent í slíku. Kristján skrifar langan pistil með myndunum sem sýna skilaboðin og segir að hann telji sig knúinn til að gefa ítarlega frásögn frá því sem gerðist í kringum leik PAUC og Vals. „Get ekki setið á mér. Allt þetta bíó hjá þér síðustu daga stenst enga skoðun,“ segir Björgvin í skilaboðum til Donna. „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“ „Vanvirðing við alla sem hafa lent í slíku“ Björgvin heldur svo áfram og minnist á það þegar hann nálgaðist Donna eftir að hann opnaði sig varðandi andlega vanlíðan á sínum yngri árum, en færir sig svo fljótt yfir í það að kalla yfirlýsingu Donna um kulnun „vanvirðingu“. „Var fljótur að nálgast þig þegar þú opnaðir þig með kvíðann/þunglyndið í Fjölni og svona. En það að gefa það út að þú sért með kulnun er vanvirðing alla þá sem hafa lent í slíku.“ „Veit ekki hvaða sálfræðingur eða prófessor gaf þér þessa greiningu og gefur þér svo grænt ljós á að spila. Hér stemmir ekki eitthvað. Þetta er eins vanvirðing við Mikkel Hansen og ég veit ekki hvað,“ segir Björgvin, en danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen greindi frá því að hann glímdi við kulnun á dögunum. „Eins og þú veist er ég hreinskilinn og vill frekar segja þér mína skoðun heldur en að tjá mig um þetta í fjölmiðlum. Vona að þú gerir þér grein fyrir áreitinu sem fylgir því að spila Evrópuleik á Íslandi og myndi ekki mæla með því fyrir neinn sem er staddur í fyrstu viku kulnunar.“ „Kemur illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn“ Björgvin heldur svo áfram og biður Kristján um að leita í fólkið í kringum sig ef að einhver er að þvinga hann til að spila leikinn. Hann segir þó einnig að ef að það hafi verið einlægur vilji Kristjáns að spila þá séu það mistök og það komi illa út fyrir hann sjálfan, klúbbinn og annað íþróttafólk. „Ef að það er ekki þinn vilji að spila, t.d. einhver (þjálfari, stjórn) er að þvinga þig í það og þú telur að það bitni á andlegu heilsunni þá þarftu að leita í fólkið þitt og fá aðstoð með það allt saman,“ segir Björgvin. „Ef að það er hins vegar þín löngun að spila og að þú hafir gert mistök í þessu kulnunar-viðtali þá þarftu að clear-a það að mínu mati. Svona kemur þetta illa út fyrir þig, klúbbinn og aðra íþróttamenn sem eru að díla við andleg veikindi.“ Færslu Kristjáns má sjá hér fyrir neðan en þar kemur líka fram að málið sé inn á borði hjá EHF og Val. Hvorki EHF né Valur hefur svarað bréfi Kristáns og PAUC.
Olís-deild karla Valur Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 „Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sjá meira
Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. 16. febrúar 2023 19:00
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“ Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu. 21. febrúar 2023 22:40