Sport

Dag­skráin í dag: Enskur fót­bolti og Heiðursstúkan á öðrum degi jóla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Patson Daka og félagar í Leicester heimsækja Ipswich í toppslag ensku 1. deildarinnar í kvöld.
Patson Daka og félagar í Leicester heimsækja Ipswich í toppslag ensku 1. deildarinnar í kvöld. Vísir/Getty

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á fimm beinar útsendingar þennan annan dag jóla þar sem enskur fótbolti verður í forgrunni.

Alls verða sýndir fjórir leikir í ensku 1. deildinni í beinni útsendingu á Vodafone Sport í dag og við hefjum leik á viðureign Preston og Leeds klukkan 12:25 áður en Rotherhan tekur á móti Middlebrough klukkan 14:55.

Klukkan 17:10 mætast Birmingham og Stoke, en klukkan 19:40 er komið að sannkölluðum toppslag þar sem Ipswich og Leicester eigast við. Leicester trónir á toppi deildarinnar með 58 stig, sex stigum meira en Ipswich sem situr í öðru sæti.

Þá verður spurningaþátturinn Heiðursstúkan á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 20:00. Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem verða í sýningu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum og fær til sín nafntogaða einstaklinga víðsvegar að úr íþróttaheiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×