Sport

Dag­skráin í dag: HM í pílukasti, ítalski boltinn, spænskur körfu­bolti og NHL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa mæta Sassuolo í ítalska boltanum í dag.
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa mæta Sassuolo í ítalska boltanum í dag. Vísir/Getty

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum seinasta föstudegi áður en jólahátíðin gengur í garð.

Við hefjum leik strax klukkan 12:25 með beinn útsendingu frá HM í pílukasti á Vodafone Sport og stendur útsendingin langt fram eftir degi.

Þá verða tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 þar sem Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsækja Sassuolo klukkan 17:20 áður en Salernitana tekur á móti AC Milan klukkan 19:35.

UCAM Murcia og Unicaja eigast svo við í spænsku ACB-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20:20 áður en Rangers og Oilers mætast í NHL-deildinni í íshokkí á Vodafone Sport klukkan 00:05 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×