Mahomes öskureiður í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 13:31 Patrick Mahomes var mjög reiður í leikslok eftir tap Kansas City Chiefs á móti Buffalo Bills. Getty/Jamie Squire Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs töpuðu á heimavelli í NFL deildinni í gær og það er óhætt að segja að leikstjórnandi liðsins hafi verið mjög ósáttur í leikslok. Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24 NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira
Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Sjá meira