Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega í Katar í gær. @icelandic_weightlifting Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni. Lyftingar Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni.
Lyftingar Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira