Sport

Þénar tæpa hundrað milljarða á stærsta hafnaboltasamningi í sögunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Shohei Ohtani þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálum sínum næstu árin.
Shohei Ohtani þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálum sínum næstu árin. Michael Zagaris/Oakland Athletics/Getty Images

Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani gekk í raðir Los Angeles Dodgers í MLB-deildinni í hafnabolta. Hann skrifaði undir stærsta samning í sögu íþróttarinnar.

Shohei Ohtani, sem oftast er kallaður Shotime, skrifaði undir tíu ára samning sem mun skila honum 700 milljónum dollara í tekjur, en það samsvarar rúmlega 98 milljörðum íslenskra króna.

Þessi 29 ára gamli Japani er þar með orðinn einn af launahæstu íþróttamönnum heims.

Ohtani er af mörgum talinn einn besti hafnaboltamaður sögunnar og því voru mörg lið sem börðust um undirskrift hans eftir að hann ákvað að yfirgefa Los Angeles Angels í kjölfar þess að samningur hans rann út.

Eftir sex ára veru hjá Los Angeles Angels ákvað Ohtani að lokum að skrifa undir risasamning við nágranna þeirra í Los Angeles Dodgers.

Eins og áður segir gerir samningur Ohtani við nýja liðið hann að einn af tekjuhæstu íþróttamönnum heims og þénar hann nú til að mynda meira en stórstjörnur á borð við Lionel Messi og LeBron James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×