Sport

Anton Sveinn þriðji inn í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee átti mjög gott sund í morgun.
Anton Sveinn Mckee átti mjög gott sund í morgun. Getty/Giorgio Scala

Anton Sveinn McKee tryggði sér sæti í undanúrslitum í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Búkarest í Rúmeníu.

Þrír íslenskir sundmenn kepptu í undanrásum í morgun og Anton Sveinn sá eini sem komst áfram.

Anton Sveinn synti mjög vel í 200 metra bringusundi og náði sínum besta tíma árinu með því að koma í bakkann á 2:05,42 mínútum.

Þetta var ekki aðeins besta sund hans á árinu heldur var þetta einnig þriðji besti tíminn í undanrásunum og er okkar maður því þriðji inn í undanúrslitin.

Einar Margeir Ágústsson keppti líka í 200 metra bringusundinu en hann bætti sinn besta tíma um tvær sekúndur og bætti líka unglingametið sitt í greininni. Einar synti á 2:12,15 mínútum. Frábært hjá Einari sem varð í 21. sæti.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti á nýju persónulegu meti í 100 metra flugsund þegar hún synti á 1:00.60 mínútum og varð hún í 26. sæti.

Anton Sveinn syndir aftur í dag í sextán manna úrslitum klukkan 17.20 að íslenskum tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×