Bíó og sjónvarp

Ís­land í aðal­hlut­verki í nýrri stiklu True Detective

Boði Logason skrifar
Þættirnir hefjast 15. janúar á Stöð 2.
Þættirnir hefjast 15. janúar á Stöð 2. Stöð 2

Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Um er að ræða fjórðu þáttaröð True Detective en þættirnir hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í þáttunum ásamt Kali Reis. 

Þættirnir gerast í Alaska, nánar tiltekið bænum Ennis, en fóru tökur að mestu leyti fram hér á Íslandi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.

Stikluna má horfa á hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík

Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni.

Dalvík verður að Ennis í nokkra daga

Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×