„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2023 16:53 Halldóra Geirharðs leikur Bubba Morthens á Egótímabilinu. Borgarleikhúsið Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin. Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin.
Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira