„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 10:42 Njörður Sigurðsson segir erindi frá Ölfusi hafa verið afrit af bréfi til Orkustofnunar. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra. „Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira