Jóhann Þór: Ætla ekki að fara í sandkassaleik eins og Pétur og Maté Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 20:10 Jóhann Þór Ólafsson var ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Grindavík fékk skell gegn Keflavík þar sem liðið tapaði afar sannfærandi 82-111. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik. „Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira