Lífið samstarf

Bjartir tilboðsdagar í BYKO á svörtum föstu­degi

BYKO
BYKO lýsir upp skammdegið með tilboði á ljósum.
BYKO lýsir upp skammdegið með tilboði á ljósum.

„Við viljum lýsa upp skammdegið og hjá okkur eru því Bjartir dagar í BYKO í kringum svartan föstudag. Við gerðum þetta fyrst í fyrra og vakti mikla lukku,“ segir Sigurjón Ólafsson, verslunarstjóri BYKO Breidd. Fjölbreyttar vörur eru á afslætti út mánudag í verslunum BYKO.

Allar jólavörur eru á 25% afslætti í verslunum BYKO.

„Við ætlum meðal annars að lýsa upp skammdegið með tilboði á ljósum. 30% afsláttur er af inni- og útiljósum, Nugget veggljós eru á 40% afslætti og nokkur aðventuljós eru á 50% afslætti. Öll jólavara er á 25% afslætti og má þar nefna sérstaklega Lemax jólaþorpið en við erum þau einu á landinu sem bjóðum það,“ segir Sigurjón.

BYKO selur fallega jólaþorpið frá Lemax

Lemax jólaþorpin njóta mikilla vinsælda og á facebook er sérstakur hópur tileinkaður þeim.

Nugget veggljósin eru á 40% afslætti

Hægt er að gera frábær jólagjafakaup en leikföng eru á 25% afslætti á Björtum dögum. Bosch hrærivél er á 40% afslætti og tilvalin í jólabaksturinn og forláta vínkælir fyrir 6 flöskur á 40% afslætti. Þá geta þau sem eru að taka heimilið í gegn fyrir jólin einnig nýtt sér tilboðsdagana en málning og flísar og harðparket eru á 25% afslætti. Þau sem er þegar farin að huga að sumrinu geta nýtt sér tilboð á grillum og geislahitara.

„Við erum einnig með valdar vörur á tilboði fyrir verktaka og aðra handlagna, meðal annars frá Bosch,“ segir Sigurjón.

Tilboð gilda í öllum verslunum Byko er einnig hægt að nálgast í vefverslun. Á morgun, laugardag verðu mikil jólahátíð í BYKO Breidd.

„Það verður mikið húllumhæ hjá okkur, jólasveinar koma og Bylgjan verður á staðnum með beina útsendingu milli klukkan 13 og 16 og gefa heppnum gestum gjafabréf upp á tíu þúsund krónur. Einn sérstaklega heppinn viðskiptavinur getur unnið 100.000 króna gjafabréf. Krakkarnir geta skreytt piparkökur og við bjóðum upp á heitt kakó, kaffi, smákökur og ristaðar möndlur. Við hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Sigurjón.

Sjá nánar á byko.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×