Lífið

Komust í undanúrslitin með því að vita nafnið á þessu í­þrótta­fé­lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
ÍA og Afturelding mættust í lokaviðureign 8 liða úrslitanna.
ÍA og Afturelding mættust í lokaviðureign 8 liða úrslitanna.

Átta liða úrslitunum í Kviss lauk á laugardagskvöldið á Stöð 2. Þá mættust Skagamenn og Afturelding í hörkurimmu.

Afturelding bætti stigamet í 16-liða úrslitunum og voru þær nokkuð sigurstranglegar fyrir viðureignina. Í því liði eru söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð.

Þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Arnór Smárason knattspyrnumaður eru í liði ÍA. Spennan var heldur betur mikil og réðust úrslitin í loka þrjú hint spurningunni.

Þá var spurt um íþróttafélag. Fyrir þá sem vilja ekki vita hvað lið fer áfram ættu ekki að horfa á myndbrotið hér að neðan. 

Og þeir sem vilja horf á þáttinn í heild sinni, þá geta áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ gert á veitum Stöðvar 2.

Klippa: Komust í undanúrslitin með því að vita nafnið á þessu íþróttafélagi

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.