Sport

Rann­saka hvort faðir norsku hlaupa­bræðranna hafi beitt þá líkam­legu of­beldi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gjert Ingebrigtsen er virtur þjálfari en lögreglan rannsakar nú hvort hann hafi beitt syni sína ofbeldi þegar hann var þjálfari þeirra.
Gjert Ingebrigtsen er virtur þjálfari en lögreglan rannsakar nú hvort hann hafi beitt syni sína ofbeldi þegar hann var þjálfari þeirra. EPA-EFE/VIDAR RUUD

Gjert Ingebrigtsen þjálfaði syni sína lengi vel og allir urðu þeir afreksíþróttamenn. Lögreglan í Noregi hefur nú hafið rannsókn þar sem Gjert hefur verið ásakaður um að beita bræðurna þrjá líkamlegu ofbeldi á meðan hann var þjálfari þeirra.

Tvær vikur eru síðan Vísir greindi frá því að Gjert Ingebrigtsen hefði opnað sig varðandi ákvörðun sína að hætta þjálfa syni sína þrjá: Jakob, Filip og Henrik á síðasta ári. Bræðurnir eru fæddir frá 1991 til 2000 og eru allir margverðlaunaðir hlauparar.

Sá yngsti, Jakob, er Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari. Henrik og Filip hafa orðið Evrópumeistarar og Filip hefur einnig unnið verðlaun á HM.

Gjert hafði verið til tals í hlaðvarpsþætti þar sem hann fór yfir hvernig það var að vera þjálfari sona sinna. Hann var mjög harður við þá og talið er að hann hafi farið langt yfir strikið. 

Nú hefur The Times greint frá því að bræðurnir ásaki föður sinn um að hafa beitt þá líkamlegu ofbeldi sem og hótunum þegar hann var þjálfari þeirra.

Hinn 57 ára gamli Gjert neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×