Sport

„Standið á mér er frábært“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Þrastarson er að jafna sig eftir krossbandaslit.
Haukur Þrastarson er að jafna sig eftir krossbandaslit. vísir/sigurjon

„Það er yndislegt að vera kominn til baka. Þetta hefur verið allt of langur tími,“ segir landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, leikmaður Kielce, á landsliðsæfingu íslenska landsliðsins í handbolta.

Liðið mætir Færeyingum í tveimur vináttulandsleikjum um helgina. Haukur er að snúa til baka eftir krossbandaslit og hefur verið að koma sér í leikform síðustu vikur.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari viku og þessum tveimur leikjum. Þetta er mikilvæg vika og við hittumst næst rétt fyrir stórmót. Við þurfum að nýta þennan tíma vel og svo er nýr þjálfari mættur og því er þetta sérstaklega mikilvæg vika. Standið á mér er frábært, það er samt ekki langt síðan ég byrjaði. Ég hef fundið lítið fyrir þessu og er í góðu formi og hef verið að taka þetta skref fyrir skref síðan ég sneri til baka.“

Haukur segist eiga örlítið í land til að ná sínu besta formi.

„Leikformið á eftir að koma aðeins inn. Ég er á frábærum stað myndi ég segja.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Standið á mér er frábært



Fleiri fréttir

Sjá meira


×