Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 08:36 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lengi lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni. Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni.
Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02