Belichick kominn með 300 deildarsigra eftir einkar óvæntan sigur Patriots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 10:01 71 árs og enn í fullu fjöri. EPA-EFE/CJ GUNTHER New England Patriots vann óvæntan sigur í NFL-deildinni um helgina sem þýðir að Bill Belichick, þjálfari liðsins, hefur nú unnið 300 deildarleiki sem þjálfari. Aðeins tveir menn hafa unnið fleiri leiki í sögu NFL-deildarinnar. Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers NFL Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers
NFL Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira