Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 13:44 Pamela Anderson var áberandi á tískuvikunni í París á sýningum hjá hátískuhönnuðum á borð við Vivienne Westwood og ákvað að sleppa förðuninni alfarið. Arnold Jerocki/Getty Images Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu. Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu.
Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira