„Hef aldrei opnað mig svona áður“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Guðlaug Sóley, eða Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira