Lífið samstarf

Gleðin ræður ríkjum á fyrsta degi keppninnar

Leikið um landið
Það var geggjað fjör í Zipline Iceland í Vík í gær á fyrsta keppnisdegi í Leikum um landið.
Það var geggjað fjör í Zipline Iceland í Vík í gær á fyrsta keppnisdegi í Leikum um landið.

Leikurinn Leikið um landið hófst í gær og stendur yfir fram á fimmtudag. Þar skorar starfsfólk Bylgjunnar, FM957 og X977 á hvert annað í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.

FM957 vann fyrstu þrautina í gær en hún snerist um að útbúa fallegasta blómvöndinn hjá blómaheildsölunni Samasem við Grensásveg í Reykjavík.

Næst hélt hópurinn til Víkur þar sem tók við ævintýraleg skemmtun og keppni hjá Zipline Iceland. Að henni lokinni keyrði hópurinn til Hafnar í Hornafirði meðan hann tók þátt í stórskemmtilegri landsbyggða spurningarkeppni. Á Höfn tók svo við kærkomin hvíld eftir langan en skemmtilegan dag.

Klippa: Leikið um landið - fyrsti keppnisdagur

Eftir fyrsta dag leiðir FM957 keppnina með 16 stigum en fast á hæla þeirra koma Bylgjan og X977 með fimmtán stig.

Í dag heldur leikurinn áfram með þremur skemmtilegum þrautum. Fyrst er keppt í að búa sem best og hraðast um rúm á Berjaya hotel á Höfn. Næst tekur við skemmtilegur drykkjuleikur með drykkjum frá CCEP og að lokum fer hópurinn í Vök Baths sem stendur við Urriðavatn. Lokaþrautin snýst um það hver getur verið lengst ofan í köldu vatninu.

Landsbyggðar spurningarnar fóru mis vel í mannskapinn.

Lið útvarpsstöðvanna þriggja eru skipuð tveimur þátttakendum. Lið Bylgjunnar skipa þær Sigga Lund og Þórdís Valsdóttir, lið FM957 skipa Egill Ploder og Rikki G og fyrir hönd X977 keppa Tommi Steindórs og Ingimar.

Þórdís Valsdóttir og Sigga Lund skemmtu sér vel.

Hægt er að fylgjast með leiknum á Instagram X977 , FM957 og Bylgjunnar og liðin verða einnig með innkomur í loftinu við hverja þraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×