Stunur og smjatthljóð í splunkunýju tónlistarmyndbandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. september 2023 11:31 Katrín Helga eða Special-K og Farao mynda hljómsveitina Ultraflex. Aðsend Glimmer og gallaefni ráða ríkjum í splunkunýju tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Ultraflex við lagið Digg Digg Deilig. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ultraflex - Digg Digg Deilig Ultraflex er skipuð Katrínu Helgu Andrésdóttur sem notast við listamannsnafnið Special-K og hinni norsku Farao. „Myndbandið sýnir ferli hljómsveitarinnar í kringum tónleika,“ segir Katrín Helga en Ultraflex hefur troðið upp víða og stefnir á tónleika í Hollandi, Noregi og Bretlandi núna í haust. Hér má sjá teymið sem kemur fram í tónlistarmyndbandinu.Aðsend „Myndbandið hefst á æfingu í dansstúdíói, fer með okkur baksviðs þar sem er verið að gera sig til, fer út í sal með áhorfendum og upp á svið. Við sjáum vini dansa, spila tónlist og fíflast. Myndbandið er tekið upp á DV myndavél af Sigurlaugu Gísladóttur, Jae Tyler spilar á spænskan gítar og Selma Reynisdóttir og Ólafur Daði sprikla um sviðið með álfavængi. Allir eru klæddir í gallaefni og glimmer.“ Lagið er á norsku, þar sem annar meðlimur sveitarinnar er norsk, og fjallar að sögn sveitarinnar um að njóta þess að borða góðan mat. „Það eru stunur og smjatthljóð ofan á sólríkan hljómagang, djúsí bassalínu og skoppandi laglínur. Þegar þið horfið á Digg digg Deilig getið þið buslað um í góðum straumum Ultraflex,“ segja Katrín Helga og Farao að lokum. Hér má hlusta á Ultraflex á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ultraflex - Digg Digg Deilig Ultraflex er skipuð Katrínu Helgu Andrésdóttur sem notast við listamannsnafnið Special-K og hinni norsku Farao. „Myndbandið sýnir ferli hljómsveitarinnar í kringum tónleika,“ segir Katrín Helga en Ultraflex hefur troðið upp víða og stefnir á tónleika í Hollandi, Noregi og Bretlandi núna í haust. Hér má sjá teymið sem kemur fram í tónlistarmyndbandinu.Aðsend „Myndbandið hefst á æfingu í dansstúdíói, fer með okkur baksviðs þar sem er verið að gera sig til, fer út í sal með áhorfendum og upp á svið. Við sjáum vini dansa, spila tónlist og fíflast. Myndbandið er tekið upp á DV myndavél af Sigurlaugu Gísladóttur, Jae Tyler spilar á spænskan gítar og Selma Reynisdóttir og Ólafur Daði sprikla um sviðið með álfavængi. Allir eru klæddir í gallaefni og glimmer.“ Lagið er á norsku, þar sem annar meðlimur sveitarinnar er norsk, og fjallar að sögn sveitarinnar um að njóta þess að borða góðan mat. „Það eru stunur og smjatthljóð ofan á sólríkan hljómagang, djúsí bassalínu og skoppandi laglínur. Þegar þið horfið á Digg digg Deilig getið þið buslað um í góðum straumum Ultraflex,“ segja Katrín Helga og Farao að lokum. Hér má hlusta á Ultraflex á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“ „Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 9. september 2023 17:00