Lífið

Tengdi getnaðar­lim manns sem hafði skorið hann af

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hannes er viðmælandi Marínar Möndu í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin.
Hannes er viðmælandi Marínar Möndu í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndin. Dea Medica

Hannes Sigurjónsson lýtalæknir ræðir við Marín Möndu Magnúsdóttir í  hlaðvarpsþættinum, Spegilmyndin, um hin ýmsu fegrunartrend á samfélagsmiðlum og tískubylgjur í fegrunarlækningum. 

Hannes starfar hjá Læknahúsinu Dea Medica og hefur unnið mikið í uppbyggingaraðgerðum og fegrunarlækningum. Auk þess sem hann hefur framkvæmt trans aðgerðir á Landspítalanum ásamt því að starfa í Stokkhólmi þar sem hann vinnur við að enduruppbyggja kynfæri umskorinna kvenna.

Í þættinum spyr Marín Manda Hannes um erfið tilvik sem hafa komið upp á starfsferlinum. Að sögn Hannesar hefur hann lent í alls kyns þegar hann starfaði í Stokkhólmi í tengslum við alvarleg slys, sýkingum og bruna sem situr mest í honum. 

Hann segir eftirminnilegasta tilfellið þegar hann var beðinn að koma á vakt á sunnudagskvöldi eftir að karlmaður hafði skorið af sér getnaðarliminn 

„Þá var maður sem var með geðklofa og raddirnar í höfðinu á honum höfðu sagt honum að skera af sér getnaðarliminn. Þannig að okkur tókst að tengja hann aftur og það blessaðist, ætli það sé ekki eftirminnilegasta tilvikið,” segir Hannes.

Aðgerðir á kynfærum algengar

Líkt og fyrr segir hefur Hannes unnið að uppbyggingu á kynfærum kvenna erlendis. Marín Manda spyr hvort íslenskar konur séu að koma í einhvers konar aðgerðir á kynfærum.

„Já ég er búin að vera með þó nokkuð margar sem hafa komið til mín í skapabarmaaðgerðir en líka vegna fæðingar skaða sem hafa rifnað illa. Ég hef boðið þeim að koma til mín í slíkar aðgerðir. Það er engin sprenging í því en bara stöðugur fjöldi á ársbasis,” segir Hannes.

Versta er þegar að fylliefni er sprautað inn í slagæð

Fegrunaraðgerðir eru margskonar og segir Hannes löggjöfina hér á landi mun frjálslegri miðað við önnur lönd. Hann segir Svíþjóð og Noreg hafa sett afar strangar reglur um meðferðaraðila í slíkum inngripum. Þá sé málið til skoðunar hjá Heilbrigðisráðuneytinu hér heima.

„Fagfélögin í þessum geira eins og Félag íslenskra lýtalækna og Félag húðlækna hafa sett ákveðna pressu á Heilbrigðisráðuneytið að skoða þetta mál og það er að gefnu tilefni því það koma til okkar einstaklingarnir sem verða fyrir fylgikvillum og þurfa hjálp og lagfæringar,“ segir Hannes.

„Það versta sem maður hefur séð er þegar að fylliefni er sprautað inn í slagæð sem getur gerst hvar sem er á líkamanum, í vörunum, línunum sem ná frá nefi niður að munnvikum, hvar sem er, ef ekki er farið varlega þá getur fylliefnið stíflað slagæðar og valdið drepi, jafnvel blindu ef það er verið að sprauta of nærri augunum,“  bætir hann við.

Að sögn Hannesar eru til dæmi um slík atvik, þó ekki hérlendis. 

„Þetta er vandmeðfarið og maður þarf að hafa mjög góða þekkingu á líffærafræði og anatómíu og vita hvar æðarnar og taugarnar liggja, og reynslu,” segir Hannes sem veltir fyrir sér öryggi einstaklinga sem leita til ófaglærðra aðila. 

Lyf við bráðatilfellum aðeins hjá læknum

„Staðan er þannig að Íslandi að þú getur bara opnað snyrtistofu og farið að sprauta fólk með fylliefnum. Ef þú ert að gera slíkar meðferðir þá þarftu að vera með til taks ákveðið efni sem leysir upp fylliefnið ef það fer ekki á réttan stað eða ef útkoman er ekki nógu góð. En einnig til að nota í bráðatilfellum ef fylliefni fer í slagæð til þess að leysa upp efnið og bjarga sjúklingnum,“ segir Hannes og segir lækna aðeins geta skrifað upp á leysiefnið.

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir

„Ber húð gefur besta gripið á súlunni“

Í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um heilsu og hreyfingu og kynnti Marín Manda sér allskyns hreyfingu sem hentar fyrir fólk á öllum aldri.

Losnaði við appelsínuhúðina í meðferðinni

Ný þáttaröð af Spegilmyndinni á Stöð 2 hóf göngu sína í síðustu viku. Í þætti gærkvöldsins ræðir Marín Manda við húðlækna um mismunandi lasermeðferðir til að bæta og yngja upp húðina og kynnist áhugaverðum líkamsmeðferðum sem vinna á appelsínuhúð, erfiðri fitusöfnun, bólgum, bjúg og slappri húð á líkamsmeðferðarstofum.

Svona fer flotmeðferð fram

Í síðasta þætti af Spegilmyndinni með Marínu Möndu var fylgst með því hvernig heilandi flotmeðferð og ræddi hún við grasalækni um jurtir sem aðstoðar við að losa fólk við bólgur, dempa kvíða og hjálpa til með svefninn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×