Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 13:31 Infantino fékk kaldar kveðjur vestanhafs. Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld. Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023 NFL FIFA Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023
NFL FIFA Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira