Skíttapaði fyrir Íslandsmeistaranum í töfrateningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 23:13 Fréttamaður reyndi hvað hann gat til að skáka Óskari Péturssyni, Íslandsmeistara í töfrateningi, en mátti sín lítils þegar upp var staðið. Vísir/Steingrímur Dúi Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum. Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins. Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins.
Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira