Sport

Beittur kyn­þátta­níði og sagt að fremja sjálfs­morð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Mattison í leiknum gegn Eagles.
Alexander Mattison í leiknum gegn Eagles. Michael Owens/Getty Images

Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum.

Hinn 25 ára gamli Mattison deildi hluta af þeim skilaboðum sem hann fékk eftir leikinn.

„Ég vona að þessar 60 plús manneskjur sem ákváðu að ráðast að mér með viðbjóðslegum einkaskilaboðum endurskoði virkilega hvað í fjandanum þau eru að skrifa og hugsi um hvaða áhrif þetta getur haft. Ég er manneskja, faðir og sonur,“ skrifaði Mattison á Instagram-síðu sína.

Víkingarnir hafa líka tjáð sig um málið. Þar segir að hatrið og kynþáttaníðið sem Mattison hafi orðið fyrir sé ógeðfellt.

Minnesota Vikings hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×