Innlent

Eldurinn kviknaði í iðnaðar­bili

Árni Sæberg skrifar
Eldurinn kom upp í iðnaðarbili.
Eldurinn kom upp í iðnaðarbili. Vísir/Vilhelm

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi brunans á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Búið er að staðsetja upptök eldsins en orsök hans liggur ekki enn fyrir.

Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi sem fer fyrir rannsókn brunans, í samtali við Vísi. Hann segir að málið sé, sem betur fer, ekki rannsakað sem sakamál.

Þá segir hann að eldurinn hafi komið upp í iðnaðarbili, ekki einni af íbúðum þeirra þrettán íbúa sem bjuggu í húsinu í óleyfisbúsetu.

Helgi segir að það eigi eftir að taka skýrslur af eigendum og íbúum en það verði gert eftir helgi. Þá muni líklega koma skýrari mynd af atvikum.


Tengdar fréttir

Binda vonir við að á­standið muni batna

Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði.

Slökkvi­liðið hefði tekið húsið fyrir í haust

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki bruna­rústanna

Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×