Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 11:27 Sandra ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hæðin sem hann bjó á hefur verið rifin. Dýrfinna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. „Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur. Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
„Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur.
Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55
Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55