Sport

Fer á lán í eina liðið sem hann hefur skorað gegn

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigurbergur Áki Jörundsson var í byrjunarliðinu í 2 af 3 leikjum á Evrópumóti U19
Sigurbergur Áki Jörundsson var í byrjunarliðinu í 2 af 3 leikjum á Evrópumóti U19 Vísir/Hulda Margrét

HK hefur fengið Sigurberg Áka Jörundsson á láni frá Stjörnunni út tímabilið. Ívar Orri Gissurarson er farinn í háskóla og HK hefur fundið mann í hans stað.

Sigurbergur Áki hefur tekið þátt í átta leikjum með Stjörnunni á tímabilinu en komið inn á sem varamaður í þeim öllum. Sigurbergur er fæddur árið 2004 og er nítján ára gamall.

 

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Gróttu þar sem hann spilaði átján leiki og skoraði eitt mark. Mark Sigurbergs kom gegn HK í 2-0 sigri Gróttu. Sigurbergur hefur spilað 38 leiki í meistaraflokki og skorað 1 mark.

„Beggi er flott viðbót við hópinn og mun hann styrkja liðið fyrir lokasprettinn í Bestu deildinni. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í HK,“ segir í tilkynningu HK.

Ívar Orri Gissurarson, leikmaður HK, lék sinn síðasta leik á tímabilinu gegn KA síðasta sunnudag. Sigurbergur mun því koma til með að leysa hann af á miðjunni.

Sigurbergur tók þátt í þremur leikjum með Íslandi á Evrópumóti U19 ára landsliðsins. Hann var í byrjunarliðinu í tveimur af þremur leikum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×