Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. júlí 2023 12:33 Alberto Nuñez Feijoo, formaður Lýðflokksins fagnar kosningasigri flokksins um síðustu helgi. Gleðin var skammvinn þegar í ljós kom að Lýðflokknum og öfgahægriflokknum VOX mistókst að ná tilskildum fjölda þingsæta til að mynda ríkisstjórn og litlir flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þverneita að styðja stjórn með VOX innanborðs. Marcos del Mazo/Getty Images Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent