Hjólar í eigin aðdáendur Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:48 Doja Cat virðist ekki vera ýkja hrifin af sínum eigin aðdáendum. EPA/JUSTIN LANE Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati. Hollywood Tónlist Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati.
Hollywood Tónlist Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira