Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 10:27 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37