Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 13:23 Steven Seagal með Denis Pushilin, leiðtoga Lýðveldisins í Donetsk. Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira