„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 20:00 Listsýning hjónanna hefst á morgun í Gallerí Port, en þau voru í óðaönn að leggja lokahönd á uppsetningu hennar þegar fréttastofa rak nefið þar inn í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“ Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Verkin, handsaumuð teppi úr ull og akríl, voru unnin á vinnustofu hjónanna í Kænugarði yfir fimm mánuði, á meðan fyrir utan geisaði innrásarstríð Rússa í landið, sem nú hefur staðið í sautján mánuði. Síðasta sýning hjónanna fjallaði um sameiningartilfinningu úkraínsku þjóðarinnar, en hún var sett upp fyrir ári síðan. Nú hafi myndast innileg tengist á milli fólks í landinu, sem þessi sýning endurspegli. „Síðan náttúrulega eyddum við árinu svakalega mikið innandyra. Mikið af loftárásum og alls konar sem kom yfir Kænugarð, og þetta endurspeglar það að við séum að hoppa inn í þennan ímyndaða heim. Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi,“ segir Óskar Hallgrímsson. Verkin varpi ljósi á miklar andstæður í lífi Óskars, sem hefur starfað við stríðsljósmyndun í Úkraínu. „Það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, það mun alltaf hafa áhrif á þig. Fyrir mig að koma heim, fara í stúdíóið og gera eitthvað mónótónískt, það er þerapía í því,“ segir hann. Andlegur styrkur Ma Riika, sem er frá Úkraínu, segir að í sínum huga sýni verkin styrkinn sem þarf til að láta stríðið ekki brjóta sig andlega. „Það er mjög erfitt að vera glaður í aðstæðum sem þessum. Ég var jafnvel að velta fyrir mér hvort við værum að gera rétt með því að stunda þessa glaðlegu listsköpun. Við vissum að það er einmitt það sem þeir vilja. Að við finnum fyrir ógn og séum döpur,“ segir Ma Riika. Óskar bætir því við að í verkunum megi einnig finna eins konar mótmæli. Sýningin hefst á morgun í Gallerí Port á Laugavegi, og stendur yfir í þrjár vikur. Að henni lokinn halda hjónin fljótlega aftur heim til Úkraínu. Þangað til vilja þau vekja athygli á ástandinu í Úkraínu. „Því við unnum verkin í Úkraínu,“ segir Ma Riika. „Og í svarta myrkri,“ skýtur Óskar inn í. „Flest voru unnin í myrkri því þeir sprengdu raforkuvirkin.“
Myndlist Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira