Innlent

Frá­­sagnir af dauða gras­rótarinnar stór­­lega ýktar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, viðurkennir að ládeyða hafi ríkt yfir Pírötum en segir um tímabundið ástand að ræða.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, viðurkennir að ládeyða hafi ríkt yfir Pírötum en segir um tímabundið ástand að ræða. Vísir/Vilhelm

Þing­flokks­for­maður Pírata segir fregnir af dauða gras­rótar flokksins stór­lega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á um­ræðu- og kosninga­vef flokksins undan­farin tvö ár. Þing­flokks­for­maðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heims­far­aldur. Flokkurinn er sem stendur hús­næðis­laus.

„Það er á­kveðin yfir­lýsinga­gleði að gras­rót Pírata sé dauð, það er vissu­lega ekki rétt - en ég þakka Sósíal­istum fyrir á­hyggjurnar. Það er allt í lagi með okkur,“ segir Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­flokks­for­maður Pírata, í sam­tali við Vísi.

Til­efnið er grein Sam­stöðvarinnar, frétta­miðils Alþýðufélagsins sem ritstýrt er af Gunnari Smára Egilssyni, sem situr í fram­kvæmda­stjórn Sósíal­ista­flokksins, um kosninga­vef Pírata. Þar er því slegið upp í fyrir­sögn að gras­rót Pírata sé stein­dauð og fjallað um innri kosninga­vef flokksins.

Á þessu ári hefur þar einungis verið kosið þar um eitt mál­efni, hvort að flokkurinn eigi að slíta öll tengsl við Face­book hópinn Pírata­spjallið. Þá hafi einungis verið kosið þar um eitt mál í fyrra og engin til­laga borist þar frá gras­rót flokksins síðast­liðin tvö ár.

Fé­laga­starfið ekki verið í fullu fjöri

„Það er svo sem ekkert rangt að fé­laga­starf Pírata hefur ekki verið í fullu fjöri miðað við hvernig það var fyrir Co­vid en það er al­gjör­lega rangt að segja að okkar fé­lags­starf sé ein­hvern veginn breytt eða úr sögunni,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún segir mikla stefnu­mótun hafa átt sér stað í að­draganda þing­kosninga 2021. Flokkurinn hafi auk þess hag­rætt í rekstri og lokað dýru hús­næði sínu að Síðu­múla 23 sem kennt var við Tortúga sem hafi ekki nýst sem skyldi.

Höfuðstöðvar Pírata voru áður í Síðumúla.Vísir/Sigurjón

„Þannig að þetta er tíma­bundið á­stand sem mun vara í ein­hvern tíma. Við munum samt sem áður standa fyrir við­burðum, ráð­stefnum, fundum og fé­lags­fundum eins og til þarf og hafi fé­lags­menn á­huga á því að halda fé­lags­fundi þá gengur það alveg upp.“

Þór­hildur Sunna bætir því við að auk þess séu hin ýmsu fé­lög innan Pírata enn virk og nefnir Unga Pírata og Pírata í Reykja­vík sem dæmi. Á­standið hafi hins vegar verið erfitt eftir heims­far­aldur Co­vid-19.

„Það hefur verið viss á­skorun að koma fé­laga­starfinu aftur upp eftir Co­vid. Það virðist vera erfiðara að fá fólk til að mæta á fundi og fé­laga­starfið hefur farið hægt af stað. Ég held reyndar að það ein­skorðist alls ekki við Pírata.“

Þórhildur segir virkt stefnumótunarstarf enn eiga sér stað innan Pírata.Vísir/Sigurjón

Spyr hver þurfi gras­rót í öllum þessum friði

Nokkuð heitar um­ræður hafa skapast um hinn meinta dauða gras­rótar Pírata á sam­fé­lags­miðlum. Píratinn Svafar Helga­son sem hefur verið virkur í gras­rótinni gerir gras­rótina að um­tals­efni á Face­book síðu sinni. Hann segir brott­hvarfið gerst hægt og ró­lega.

„Fyrst voru það nokkrir þing­menn sem kúpluðu sig al­ger­lega frá Pírata­spjallinu þar til að Björn Leví Gunnars­son varð eini kjörni full­trúinn sem vildi eiga í beinum skoðana­skiptum um mál­efni Pírata á þeim vett­vangi.“

Svafar segir að svo hafi það gerst að með­limir flokksins sem hafi verið dug­legir að semja stefnur og koma þeim í kosningu hafi hætt að njóta hljóm­grunns innan flokksins og segir Svafar að einungis „nýtt blóð“ hafi náð árangri í próf­kjörum að fyrr kosnum full­trúum frá­töldum.

„Það fólk hafði aldrei tekið þátt í hópum sem unnu að mál­efna­starfi og fann sig ekki knúið til þess eftir kjör. Nú er komin ró og kyrrð í flokkinn og tröllin öll horfin á brott og kjörnir full­trúar stýra gangi mála án nokkurrar að­komu annarra fé­lags­manna. Öll rifrildi horfin. Hver þarf gras­rót í öllum þessum friði?“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir alltaf hafa verið erfitt að halda stemningu fyrir starfi flokksins þegar ekki er aðdragandi kosninga.Vísir/Vilhelm

Björn Leví Gunnars­son, þing­maður flokksins, segir skýringuna stærri og flóknari. Nefnir hann líkt og Þór­hildur Sunna að Co­vid hafi haft mikil á­hrif auk enda­lausra kosninga og sam­starfs­erfið­leika í fram­kvæmda­stjórn flokksins.

„Það hefur líka alltaf verið erfitt að halda uppi virku starfi utan að­draganda að kosningum. Ég man alveg eftir því eftir 2013 og 2014 kosningarnar. Það gerðist ekkert nema það væri gert eitt­hvað.“

Síðustu viðburðir vel sóttir

Alexandra Briem, borgar­full­trúi Pírata, segir að sér þyki vanga­veltur Svafars ó­þarf­lega nei­kvæðar. Frétta­veita stjórn­mála­flokka líkt og Sam­stöðin sé ekki endi­lega hlut­lausasti miðillinn til að fjalla um gras­rótar­mál annarra flokka.

„En það er alveg rétt samt að það hefur verið erfitt, það er Co­vid, þar á undan átök og svo kosninga sí­þreyta. Mikið af fólki er farið, eða lagst í dvala, en það er alveg eitt­hvað af nýju fólki að koma líka.“

Hún segir síðustu við­burði Pírata líkt og 1. maí kaffi og Páska­bingó hafa verið vel sótta. Sjálf hafi hún haft minni frí­tíma og minni orku til að fylgjast með um­ræðum á netinu.

„Og svo hef ég bara lært það að ég varð að hætta að setja það púður í rök­ræður og rifrildi sem ég gerði. Það tók of mikinn tíma og skilaði of litlu. Sér­stak­lega á stöðum eins og Pírata­spjallinu, þar sem enginn „venju­legur kjósandi“ kemur lengur til að fylgjast með.“

Frétt uppfærð.

Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að Samstöðin væri fréttamiðill Gunnars Smára Egilssonar. Rétt er að miðillinn er í eigu Alþýðufélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×