Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 13:01 Sveitin sem sló Íslandsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í Póllandi í gær. Frá vinstri: Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson, Gylfi Ingvar Gylfason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira