Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 13:01 Sveitin sem sló Íslandsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í Póllandi í gær. Frá vinstri: Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson, Gylfi Ingvar Gylfason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira