„Sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. júní 2023 20:00 Villi og Niclas kysstust á fyrsta stefnumótinu í jólasnjónum í Malmö. Aðsend Vilhjálmur Þór Davíðsson, flugþjónn hafði gefið ástina upp á bátinn og taldi sig betur settan án hennar þar til hann kynntist sænska draumaprinsinum og tannlækninum Niclas Bergström. Villi, eins og hann er kallaður, segist hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. „Ég vakna á hverjum einasta morgni og hugsa hvað í ósköpunum gerðist, vá hvað ég þakklátur,“ segir Villi einlægur í samtali við blaðamann um ástina og lífið. „Það fallegasta sem ég hef kynnst í lífinu er ástin. Ég sem hélt svo lengi að ég þyrfti hana ekki, væri betur settur án hennar, almáttugur hvað ég var á villigötum.“ Villi og Niclas kynntust í Malmö í Svíþjóð í desember í fyrra þegar Villi var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Niclas og Villi kynntust á Tinder í Malmö og hafa verið óaðskiljanlegir síðan.Aðsend „Ég var að heimsækja vinkonu mína fyrir jólin í Malmö og hún og sonur hennar spurðu hvort ég þyrfti ekki að skoða Tinder erlendis, sem ég hafði ekki gert áður. Ég fór inn og þar var hann,“ segir Villi sem fann strax að hann þyrfti að kynnast Niclas. Eins og í rómantískri bíómynd „Þegar ég hitti hann svo í fyrsta í skiptið hugaði ég þarna er hann, þarna er hann mættur. Ég þyrfti bara að leita erlendis," segir Villi sem lýsir þeim sem mjög ólíkum týpum. „Það sem heillaði mig við hann er hvað hann er yndislegur, ljúfur, rólegur og góður. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er sætur." „Á fyrsta date-inu ákváðum við að fara saman út að borða. Ég hugsaði að það yrðu bara tveir klukkutímar en við vorum svo að í marga tíma og við tengdum strax. Það þyrfti ekki að vera neinn leikur eða látalæti," segir Villi og heldur áfram: Villi og Niclas fundu strax fyrir tengingu. „Við kysstumst svo í jólasnjónum umkringdir jólaljósum, þetta var eins og í rómantískri bíómynd." Orðinn sáttur að vera einn í kósí Að sögn Villa hafði hann gefið ástina upp á bátinn eftir að hafa upplifað misgóða hluti í stefnumótaheiminum. Honum leið vel einum og var sá framtíðina fyrir sér að vera einn í kósí, eins og hann orðar það. „Ef einhver myndi koma inn í líf mitt þyrfti hann að vera rosa sérstakur,“ segir Villi og lýsir því hvernig Niclas snéri lífi hans á hvolf. „Svo kemur hann og tekur mig út úr kassanum mínum og lífið fer allt í einu á hvolf, þó á mjög skemmtilegan hátt. Það er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina allt í einu án hans. Heimurinn opnast allt í einu fyrir manni,“ segir Villi einlægur. Villi fékk oft á tíðum að heyra gamla tugga frá vinum og vandamönnum um að ástin banki upp á þegar maður síst á von á henni. „Ég hugsaði að fólk vissi ekki hvað það væri að tala um,“ segir hann og hlær, og játar að það eigi sannarlega við í hans tilfelli. Þetta er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans Stefnan sett á Ísland Villi og Niclas búa enn hvor í sínu landinu en stefna að því að vera meira saman á Íslandi. „Ég er alltaf að fljúga sem kemur sér akkúrat vel í þessum aðstæðum. Við erum að setja upp næstu mánuði og ár og erum búnir að skoða það að hann komi heim að vinna eina í viku í mánuði,“ segir Villi. Villi og Niclas búa enn í sitt hvoru landinu en ferðast mikið á milli.Aðsend Niclas rekur og starfar á vinsælli botox- og fegrunarstofu í Malmö og skoðar möguleikana í þeim geira á Íslandi. Afmælisferð í júlí Spurður hvernig sumarið verði hjá þeim segir Villi að þeir séu að fara í rómantíska helgarferð til Parísar. Þess á milli verði þeir á flakki milli Íslands og Svíþjóðar. „Svo á ég afmæli í júlí. Hann er að plana óvissuferð,“ segir Villi spenntur fyrir komandi tímum. Ástin og lífið Tengdar fréttir Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
„Ég vakna á hverjum einasta morgni og hugsa hvað í ósköpunum gerðist, vá hvað ég þakklátur,“ segir Villi einlægur í samtali við blaðamann um ástina og lífið. „Það fallegasta sem ég hef kynnst í lífinu er ástin. Ég sem hélt svo lengi að ég þyrfti hana ekki, væri betur settur án hennar, almáttugur hvað ég var á villigötum.“ Villi og Niclas kynntust í Malmö í Svíþjóð í desember í fyrra þegar Villi var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Niclas og Villi kynntust á Tinder í Malmö og hafa verið óaðskiljanlegir síðan.Aðsend „Ég var að heimsækja vinkonu mína fyrir jólin í Malmö og hún og sonur hennar spurðu hvort ég þyrfti ekki að skoða Tinder erlendis, sem ég hafði ekki gert áður. Ég fór inn og þar var hann,“ segir Villi sem fann strax að hann þyrfti að kynnast Niclas. Eins og í rómantískri bíómynd „Þegar ég hitti hann svo í fyrsta í skiptið hugaði ég þarna er hann, þarna er hann mættur. Ég þyrfti bara að leita erlendis," segir Villi sem lýsir þeim sem mjög ólíkum týpum. „Það sem heillaði mig við hann er hvað hann er yndislegur, ljúfur, rólegur og góður. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er sætur." „Á fyrsta date-inu ákváðum við að fara saman út að borða. Ég hugsaði að það yrðu bara tveir klukkutímar en við vorum svo að í marga tíma og við tengdum strax. Það þyrfti ekki að vera neinn leikur eða látalæti," segir Villi og heldur áfram: Villi og Niclas fundu strax fyrir tengingu. „Við kysstumst svo í jólasnjónum umkringdir jólaljósum, þetta var eins og í rómantískri bíómynd." Orðinn sáttur að vera einn í kósí Að sögn Villa hafði hann gefið ástina upp á bátinn eftir að hafa upplifað misgóða hluti í stefnumótaheiminum. Honum leið vel einum og var sá framtíðina fyrir sér að vera einn í kósí, eins og hann orðar það. „Ef einhver myndi koma inn í líf mitt þyrfti hann að vera rosa sérstakur,“ segir Villi og lýsir því hvernig Niclas snéri lífi hans á hvolf. „Svo kemur hann og tekur mig út úr kassanum mínum og lífið fer allt í einu á hvolf, þó á mjög skemmtilegan hátt. Það er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina allt í einu án hans. Heimurinn opnast allt í einu fyrir manni,“ segir Villi einlægur. Villi fékk oft á tíðum að heyra gamla tugga frá vinum og vandamönnum um að ástin banki upp á þegar maður síst á von á henni. „Ég hugsaði að fólk vissi ekki hvað það væri að tala um,“ segir hann og hlær, og játar að það eigi sannarlega við í hans tilfelli. Þetta er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans Stefnan sett á Ísland Villi og Niclas búa enn hvor í sínu landinu en stefna að því að vera meira saman á Íslandi. „Ég er alltaf að fljúga sem kemur sér akkúrat vel í þessum aðstæðum. Við erum að setja upp næstu mánuði og ár og erum búnir að skoða það að hann komi heim að vinna eina í viku í mánuði,“ segir Villi. Villi og Niclas búa enn í sitt hvoru landinu en ferðast mikið á milli.Aðsend Niclas rekur og starfar á vinsælli botox- og fegrunarstofu í Malmö og skoðar möguleikana í þeim geira á Íslandi. Afmælisferð í júlí Spurður hvernig sumarið verði hjá þeim segir Villi að þeir séu að fara í rómantíska helgarferð til Parísar. Þess á milli verði þeir á flakki milli Íslands og Svíþjóðar. „Svo á ég afmæli í júlí. Hann er að plana óvissuferð,“ segir Villi spenntur fyrir komandi tímum.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01