Íslenski boltinn

Mörkin úr Bestu: Sjáðu ó­trú­lega endur­komu FH gegn HK

Aron Guðmundsson skrifar
Fylkismenn hafa verið á flottri siglingu í undanförnum leikjum
Fylkismenn hafa verið á flottri siglingu í undanförnum leikjum Vísir/Hulda Margrét

Ellefu mörk voru skoruð í þeim þremur leikjum sem fram fóru í Bestu deild karla í gær. Boðið var upp á marka­veislu á Kapla­krika­velli, KR vann sigur gegn Stjörnunni og í Ár­bænum unnu ný­liðar Fylkis góðan sigur á ÍBV.

Liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar mættust í gær þegar FH tók á móti HK í 9. umferð Bestu deildar karla. Eftir spennandi leik þar sem mörkunum rigndi þá sigruðu heimamenn í FH 4-3.

KR hafði betur í öðrum deildarleiknum sínum í röð og þriðja leiknum alls er liðið tók á móti Stjörnunni á Meistaravöllum í Vesturbænum. Lokatölur 1-0 og KR-ingar eru nú aðeins einu stigi frá efri hluta deildarinnar.

Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×