Þríleikurinn fullkomnaður með Birni og Ilmi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Þríleikur Marius von Mayenburg verður fullkomnaður með Ilmi Kristjáns og Birni Thors í aðalhlutverkum. Þjóðleikhúsið Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir verða í aðalhlutverkum í þriðja og síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga í vetur. Þau bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B. Þriðji hlutinn heitir Ekki málið og verður heimsfrumsýning á verkefinu á fjölum Þjóðleikhússins í september. Höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýrir verkinu sjálfur en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur. Öll verkin þrjú verða sýnd samhliða í nóvember. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að verkin þrjú séu merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér sé á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hafi aldrei verið sviðsettur hérlendis. „Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar. Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma,“ segir í tilkynningu. Æfingar hófust á verkinu í vikunni. Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga. Leikhús Tengdar fréttir Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16 Mest lesið Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Lífið Embla Wigum ástfangin í London Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101 Lífið „Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Lífið Eignaðist barn utan hjónabands Lífið Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Þriðji hlutinn heitir Ekki málið og verður heimsfrumsýning á verkefinu á fjölum Þjóðleikhússins í september. Höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýrir verkinu sjálfur en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur. Öll verkin þrjú verða sýnd samhliða í nóvember. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að verkin þrjú séu merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér sé á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hafi aldrei verið sviðsettur hérlendis. „Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar. Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma,“ segir í tilkynningu. Æfingar hófust á verkinu í vikunni. Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga.
Leikhús Tengdar fréttir Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16 Mest lesið Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Lífið Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Lífið „Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Lífið Embla Wigum ástfangin í London Lífið Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Tíska og hönnun Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101 Lífið „Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Lífið Eignaðist barn utan hjónabands Lífið Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Fleiri fréttir Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16