Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:49 Sir Karl Jenkins tekur þátt í furðulegu gríni netverja sem velta fyrir sér hvort hann hafi í raun verið hertogaynjan Meghan Markle í dulargervi í krýningu Karls síðastliðna helgi. Samsett/Getty Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins
Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira