Sport

Kjörin formaður KR fyrst kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þórhildur er fyrsta konan til að verða kjörin formaður KR.
Þórhildur er fyrsta konan til að verða kjörin formaður KR. Heimasíða KR

Þórhildur Garðarsdóttir hefur verið kjörin formaður KR, fyrst kvenna. 

Þórhildur hefur átt sæti í aðalstjórn KR síðustu sjö árin og hefur einnig tekið þátt í starfi félagsins á ýmsum öðrum sviðum, meðal annars í starfi KR kvenna sem haldið hefur Þorrablót Vesturbæjar á síðustu árin.

Hún tekur við sem formaður af Lúðvík Georgssyni en hann hefur verið formaður KR frá árinu 2021. Gylfi Aðalsteinsson var formaður félagsins í átta ár þar á undan.

„Ég er afar stolt af því að vera tekin við sem formaður KR. Okkur bíða ærin verkefni og þar má helst nefna aðstöðumál félagsins, en KR hefur því miður setið eftir þegar kemur að húsnæðismálum. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að börnum og ungmennum í hverfinu verðin búin sú aðstaða sem þau þurfa,” sagði Þórhildur eftir að hafa tekið við formannsembættinu.

KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×