Sport

„Þetta er svo fljótt að líða, klukku­tímarnir hverfa ein­hvern veginn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur Guðný var sú kona sem hljóp lengst.
Hildur Guðný var sú kona sem hljóp lengst. Instagram

„Mér líður ótrúlega vel. Er ótrúlega stolt af sjálfri mér, þetta er búið að vera dásamlegur dagur, yndislegt,“ sagði Hildur Guðný Káradóttir furðufersk eftir að hafa hlaupið 100 mílur eða tæplega 161 kílómetra í Bakgarði 101.

Hildur Guðný sátt með helgina.Instagram

Bakgarður 101 er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fór fram í Elliðaárdal í september síðastliðnum. 150 manns hófu keppni í gær, laugardag. Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin. Hlaupið er um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur.

„Eiginlega ekki, þetta er svo magnað. Maður getur ekki útskýrt þetta. Þetta er svo fljótt að líða, klukkutímarnir hverfa einhvern veginn. Náttúrulega adrenalínið sem heldur manni gangandi. Svo er maður alltaf að upplifa eitthvað nýtt í hverjum hring, tala við nýtt og nýtt fólk svo ég er nokkuð fersk,“ sagði Hildur Guðný aðspurð hvort það væri engin þreyta farin að segja til sín.

Hringurinn sem um er ræðir er 6,7 kílómetra langur. Keppendur í Bakgarði 101 leggja alltaf af stað á heila tímanum og stendur hlaupið yfir þangað til einn hlaupari er eftir. Sem stendur eru tveir eftir.

Viðtalið við Hildi Guðnýju má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×